Góð páskahelgi

Páskahelgin var annasöm hjá okkur hjónunum enda mikið opið í Höllinni. Við vorum með tælenskt kvöld á laugardaginn og lifandi músik eftir það svo dagurinn var langur og komið heim þegar einhverjir voru líkast til að vakna.

Síðan var haldið í vinnu aftur um hádegið á páskadag enda stórleikir á dagskrá. Fjöldi manns var mættur strax um kl. 13 og var mikil stemming. Mitt lið vann að sjálfsögðu skussana í Liverpool 3-0 og svei mér ef það hafði ekki áhrif á það að ég var ekki eins þreytt í smá stund.

Þegar við vorum búin að vinna kl. 18 þá var kartöflum hent í ofninn og haldið af stað með hundana í göngu. Skeggjabrekka varð fyrir valinu og fór minn kæri á snjósleðanum fram eftir en ég á bílnum með stóðið. Erum með "barnabarn" í pössun, hann Hróa sem er búsettur á Húsavík, þannig að ferfætlingarnir voru fjórir.

Færið var frábært og eiginlega synd að sleðinn skuli ekki hafa verið brúkaður meira þessa páskana - en svona er það nú bara þegar mikið er að gera. Við vorum komin heim um kl. 20 og þá var nautasteikin elduð og ég segi það satt að þegar við vorum búin að borða og ganga frá þá var ég alveg punkteruð. Var komin í bólið kl. 22:30 alveg á núllpunkti.

Var vöknuð snemma í morgun að vanda og tók því frekar rólega, skoðaði fréttasíður netsins og kíkti aðeins á skattaframtöl. Tengdapabbi kom svo í kaffi og spjall. Opnaði svo páskaeggið sem ég fékk og þar kom hinn gamli góði málsháttur: Hálfnað er verk þá hafið er. Á ágætlega við mig þar sem ég get valið úr verkefnum í dag sem og flesta aðra daga. Ætli skattframtöl verði ekki fyrir valinu enda að detta á lokafrestur.

Davíð og Ásta fóru svo um kl.14 en Klara Mist verður hér fram eftir vikunni.

Ég er hins vegar á leið til Akureyrar í fyrramálið í starfsþjálfun en ég á eftir rúma sex daga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband