Ráðherraflopp

Á Alþingi hafa þingmenn og ráðherra skiptst á skoðunum um ríkisútvarpið. Stjórnarliðar reyna í þriðja sinn að koma með frumvarp sem ennþá er meingallað og nú er það ohf en ekki ehf. Stjórnarandstæðingar hafa bent á að frumvarpið um löggjöf fjölmiðla verði tekið fyrir fyrst og síðan RÚV. En á það vill Þorgerður Katrín ekki fallast, heldur skirrist við. Við vitum vel að stefna Sjálfstæðiflokksins í flestum málum er að einkavæða. Allt sem mögulega er hægt að einkavæða á að framkvæma. Enda má sjá að heilbrigðiskerfið er þegar orðið töluvert einkavætt og þeir vilja meira af slíku Sjálfstæðimenn.

Nú svo er það Bjössi og leynilöggan. Mjög merkilegt hvað hermennskuæðið er að ná tökum á ráðherra og hans fylgifiskum. Þetta ástand í Hvalfirðinum er náttúrulega með endemum. Var ætlunin að góma hryðjuverkamenn sem ætluðu að sprengja allt í Hvalfirði eða.....? Og hverjum kom þetta svo ekki við jú sveitarstjóranum í Hvalfirði. Manni finnst eins og um sé að ræða amerískan sjónvarpsþátt en ekki íslenskan raunveruleika.

Viljum við virkilega hafa leynilöggu og hina almennu löggu vopnaða. NEI takk ekki ég. Það endar bara með sömu vitleysunni og viðgengst í henni Ameríku.

Soldið gott hjá SUS að vera í andstöðu við flokkinn sinn því þeir höfnuðu því að stofna leyniþjónustu nú og líka þjóðaröryggisdeild á skerinu. Telja að nóg sé að hafa þá greiningardeild sem fyrir er.

Held að ráðherrar dómsmála og menntamála þurfi að fá andlega aðstoð ef fram heldur sem horfir. Svona gerir ekki fólk sem hugsar um hag sinnar litlu þjóðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband