Bæjarstjórnarfundur

Var á fundi bæjarstjórnar í dag. Því miður horfir ekki vel með stjórnun hins nýja meirihluta enda samsettur úr Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Hvenær hefur það lukkast?

Fjármálastjórnunin er strax komin út í hafsauga og enginn veit með vissu hvernig staða hins nýja sveitarfélags er. Bráðabirgðartölur fyrstu 8 mánuði eru slíkar að hrollur fer um mig.

Nú svo er það annar bæjarfulltrúi Framsóknar eða ætti ég að segja þingmaður Framsóknar. Það er frekar dapurt að hlusta á þingmanninn Birki Jón tala í pontu og eiga erfitt með að skilja á milli stöðu sinnar. Enda talar hann eins og frambjóðandi/þingmaður en ekki bæjarfulltrúi.

Ég hvatti þau í meirihlutanum til að verðleggja orðið mikilvægt því röksemdin fyrir því að hækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna er m.a. það að við vinnum ekki minna mikilvæg störf en aðrir í slíkum stöðum. Svo skrítið sem það er hefur enginn talið svo vera en hækkunin frá því 2005 og miðað við áætlun 2007 er vel á 7 milljón. Þannig að líklega er það verðmiðinn á orðinu mikilvægt.

Það verður vonandi tekið vel á móti öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins þegar samningar fara í hönd þó ekki verið nema þriðjungur hækkanna í boði miðað við bæjarfulltúa er ég viss um að fólk yrði yfir sig ánægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband