Háskólinn á Akureyri

Renndi til Akureyrar eftir vinnu í dag þar sem ég hitti fyrir námsráðgjafa skólans hana Sólveigu.

Alveg ótrúlega margt sem hún fræddi mig um á stuttum tíma og ljóst að margt skemmtilegt bíður mín. Kvíði líka svolítið fyrir þar sem verið er að taka út hvernig maður starfar og hvernig viðtalstækni manns er osfrv.

Við ræddum um störf hennar sem eru ábyggilega mun fjölbreyttari en margan grunar. Allir sem í þessum geira starfa kvarta yfir að hafa ekki nægjan tíma til að sinna þróunarstarfi sem er svo nauðsynlegt í þessu sem og flestum öðrum störfum.

Byrja á mánudaginn og verð út vikuna og fer svo aftur eftir páska.

Slapp heim áður en hann hvessti en veður er hér rólegt miðað við suðurlandið sýnist mér á fréttum.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband