Bæjarstjóralaunamál

Ég verð að taka undir með Jóni, sem segir skoðun sína hér að neðan, og velta því upp hvað það er sem hefur breyst svo mikið í starfi bæjarstjóra að launin þurfi að hækka svo mjög. Hvað hafði meirihlutinn til hliðsjónar þegar gerður var samingur við hann í upphafi? Hvert var viðmiðið? Hann hefur jú aðstoðarmann hér í Ólafsfirði sem hefur aldeilis munað um.

Ég fékk símtal í gær þar sem mér var þakkað fyrir bókunina á bæjarráðsfundinum um þessi mál. Það vil ég þakka þar sem fólk lætur sjaldan  í sér heyra yfirleitt um það sem maður er að gera í bæjarpólitíkinni. Ég vil taka það fram að allir fulltrúar minnihlutans voru á einu máli í þessu sambandi, enda ofbýður okkur öllum þetta mál.

Ekki það að ég hlakka til sem starfsmaður bæjarins, í tvennum skilningi, kennari og bæjarfulltrúi, að líta í launaumslagið á næstunni. Þetta telst vera fordæmisgefandi að mínu og margra annarra viti.

Gott fólk þetta mál verður tekið fyrir á fyrsta klukkutímanum á bæjarstjórnarfundinum og hvet ég ykkur til að mæta hér í Ólafsfirði, Siglfirðingar drífið ykkur yfir ef fært er um Lágheiði og sýnið að ykkur finnst þetta ekki í lagi.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband