Útspil menntamálaráðherra og launamál

Menntamálaráðherra talar fjálglega um kennaralaunin þessa dagana og segir þau eiga að hækka verulega. Ég tek undir það með henni en það er svo auðvelt að tala um slíkar launahækkanir þegar maður þarf ekki að bera ábyrgð á því að borga og það segir Árni flokksbróðir hennar að standi ekki til. Það er að ríkið ætlar ekki að setja í sveitarfélögin auka fjármuni til að standa undir verulega bættum kjörum til handa kennurum.

Það hefur verið rætt frá því grunnskólarnir voru fluttir yfir til sveitafélaganna að ekki hafi fylgt því nægjanlegt fé og eiginlega ótrúlegt að sambandið hafi spilað svo rassinn úr buxunum að ekki hafi verið um endurskoðunarákvæði að ræða þar sem tekið er á fjármögnuninni.

En launamál eru víða rædd og meðal annars hér í Fjallabyggð. Meirihlutinn leggur til að bæjarstjórinn okkar fái umtalsverða hækkun á sínum launum og spurning hvort það sé fordæmisgefandi þannig að aðrir lykilstarfsmenn sveitarfélagsins fái svo vel í lagt eins og gera á við hann. Hvet fólk til að fylgjast vel með umræðunni næstu daga og endilega að mæta á bæjarstjórnarfund á þriðjudaginn kl. 17.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já það eru margir sammála því að laun kennara séu of lág en þegar á að gera eitthvað þá eru fáir sem eru í stöðu til þess. Ekki held ég að við verðum mikið betur stödd eftir komandi samninga. Eftir að hafa heyrt í fulltrúa samningarnefndar kennarar tel ég að kröfurnar sem við gerum standist ekki hin almenna markað.

Rósa Harðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:50

2 identicon

Heyri ég dýpri tóna Rósa? Á Akureyri eru  margir að hugsa sér til hreyfings. Þú segir okkur frá niðurstöðum fundarins Bjarkey.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:43

3 identicon

Hvað hefur bæjarstjórinn í Fjallabyggð unnið meira fyrir bæjarfélagið umfram aðra bæjarstarfsmenn sem gerir það að hann er verlaunaður með svona góðri launahækkun, ég hvet alla starfsmenn Fjallabyggðar til að fara fram á launahækkun, nú  er lag því það er til svo mikið að peningum, ég hvet ykkur öll til að mæta á næsta bæjarstjórnarfund.

Jón Ásgeirsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 22:27

4 Smámynd: Bjarkey Gunnarsdóttir

Verð að taka undir með Jóni að þetta er opinn tékki á launaumslag þeirra er starfa hjá bænum.

Bjarkey Gunnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband