Menn blóta þessa dagana
1.2.2008 | 17:53
Já það er ekki ofsögum sagt að áhugi fólks á þorramatnum fer að ég held vaxandi ef eitthvað er. Tvær skipshafnir hafa verið með þorrablót hjá okkur í vikunni og í kvöld eru það Kiwanismenn.
Margir eflaust orðnir súrir þegar að þessi ósköp ganga yfir. Annars kom einn sjómaðurinn að máli við mig og sagðist ekki hafa smakkað svona góðan þorramat í að minnsta kosti 10 ár. Ég er svo skrítin með það að mér finnst þetta eins á bragðið þ.e. það sem ég legg í að smakka (sem er nú reyndar frekar lítið).
Það má því segja að vinnudagurinn hafi verið frekar langur þessa vikuna og skýli ég mér á bak við það þegar ég afsaka bloggleysið.
Annars er ég búin að vera að kljást við flensuskít í eina þrjá daga eins og líklega margir. Maður dröslast þó í vinnu þar sem heldur hefur fækkað í kennaraliðinu sökum veikinda þessa vikuna.
Í bili.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.