Veturinn - vinnan og spurningakeppni
18.1.2008 | 20:09
Ekki þurftum við Ólafsfirðingar að kíkja til Grindavíkur til að rifja upp vetrarveður. Snjóað töluvert í dag og spáin ekkert sérstök, reyndar betra veður en maður átti von á í upphafi. Sem betur fer, finnst snjórinn ekki áhugaverður. Minn kæri er hins vegar himinlifandi enda sagðist hann loksins geta bleytt í belti á morgun - spurning hvort veður verður gott til þess. Er að vinna í bókhaldinu og launaframtalið orðið klárt. Alltaf eitthvað að gerast. Framundan er að horfa á Útsvar þar sem Fjallabyggð mætir Árborg. Vona að okkar fólki gangi vel. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.