Veturinn - vinnan og spurningakeppni

Ekki þurftum við Ólafsfirðingar að kíkja til Grindavíkur til að rifja upp vetrarveður. Snjóað töluvert í dag og spáin ekkert sérstök, reyndar betra veður en maður átti von á í upphafi. Sem betur fer, finnst snjórinn ekki áhugaverður. Minn kæri er hins vegar himinlifandi enda sagðist hann loksins geta bleytt í belti á morgun - spurning hvort veður verður gott til þess.

Er að vinna í bókhaldinu og launaframtalið orðið klárt. Alltaf eitthvað að gerast. Wink Þarf að kíkja á verkefnið mitt í próffræði og raunfærnimati á morgun og klára að reikna. Ekki það sem mér þykir skemmtilegast en stundum þarf víst að gera fleira en gott þykir eins og maður segir við nemendur sína.Whistling

Framundan er að horfa á Útsvar þar sem Fjallabyggð mætir Árborg. Vona að okkar fólki gangi vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband