Skemmtilegir dagar

Það er ekki ofsögum sagt að maður er orðinn háður tölvunni þegar kemur að vinnu. Þannig hefur háttað að tölvukerfi skólans hefur legið niðri í rúma viku þar sem netþjónninn hrundi og er ekki enn komið í samt lag. Í dag komust þó kennarar inn á sameiginleg svæði og gátu sótt sér gögn en menn vinna hörðum höndum að því að koma þessu í samt lag. Þegar svona gerist verður maður áþreifanlega var við hversu mikið maður notar tölvuna í vinnu og til samskipta.

Nú ég fór til Akureyrar á mánudag og aftur í gær þar sem ég er í starfsþjálfun/kynningu hjá Reyni ráðgjafastofu. Á stofunni starfa bæði sálfræðingar og félagsráðgjafi og hef ég fengið kynni af starfssviði beggja.

Gaman að sjá færa menn beita viðtalstækninni og spurningatækni sem ég hef verið að læra og svolítið að prófa nú þegar. Einnig áhugavert að uppgötva hvernig starf náms- og starfsráðgjafa getur tengst þeirra störfum. Verð líka með í málum á morgun og hlakka mikið til.

Á þriðjudaginn var svo bæjarstjórnarfundur á Sigló. Ekki mörg mál á dagskrá en ráðningar og innheimtumál sveitarfélagsins fengu mestan tíma í umræðunni. Hvoru tveggja ekki gott að mínu mati. Ég tel ekki að við eigum að færa sýslumanni störf við innheimtu á sama tíma og við krefjumst þess að fá störf flutt frá ríkinu til sveitarfélagsins. Öfugsnúið...

Ráðningar á skíðasvæðið á Sigló, hafnarvarðar sem og flestar þær sem hafa verið auglýstar og ráðið í hafa ekki verið unnar faglega að mínu viti.

Sigga Gunnars kynnti viðskiptahugmynd sem var mjög áhugaverð og vonandi tekst henni eins vel til og hún ætlar sér. Bíð spennt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband