Safnaðarheimili vígt

Í dag var vígt nýtt safnaðarheimili Ólafsfjarðarkirkju eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Peningar eru það sem hamlað hefur mest framgangi byggingarinnar en nú er þetta orðið að veruleika.

Athöfnin var notaleg og voru vígslubiskup ásamt öðrum fyrirmennum við athöfina. Að athöfn lokinni gafst kirkjugestum tækifæri á að skoða aðstöðuna. Hún hefur m.a. að geyma herbergi fyrir kórinn, skrifstofu prestsins og kyrrðarherbergi sem er mjög fallegt.

Eftir athöfina var boðið í kaffisamsæti í Tjarnarborg og sáu Slysavarnarkonur og kvenfélagskonur um kaffið. Að vanda svignaði borðið undan kræsingunum.Nokkrir prestar sem hér hafa þjónað voru viðstaddir og rifjuðu upp skemmtileg atvik úr prestþjónustu sinni hér á staðnum. Óskar Þór, formaður bygginganefndar fór yfir byggingarsöguna og tengdi núverandi verktaka við þá sem byrjuðu og fór svo langt aftur þegar endurbætur voru gerðar á sjálfri kirkjunni að mig minnir árið 1956.

Alla vega yndislegur dagur og gott að slaka á svona í byrjun aðventu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband