Opinn dagur

Marsvínareksturinn

(sem reyndar vóru steinar)

„Missum ei það mikla happ,

maginn kann þess gjalda!“

Heldur var í körlum kapp,

þeir köstuðu grjóti – ekkert slapp,

samt mun Hallur hlutnum sínum valda.

Samið á árunum 1829-1832 

Þar sem starfsdagur var í mínum skóla á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar var ákveðið að hafa opið hús í dag í skólanum þar sem nemendur unnu og sýndu afrakstur vinnu sinnar vegna afmælis Jónasar.

Minn bekkur, 7. - 8. fór á dvalarheimilið Hornbrekku, í starfsstöð Alþingis, á leikskólann og í sparisjóðinn og las fyrir starfsmenn. Það lukkaðist hreint ágætlega hjá þeim.

Myndir af gestum og gangandi sem heimsóttu nemendur í barnaskólahúsið verða settar inn á heimasíðu skólans á mánudaginn.

Annars var veður fremur vont hér í morgun en hefur gengið niður með kvöldinu. Er að vinna í Höllinni en rólegt í nótt og ég á leið heim fljótlega.

Breytingarnar ganga vel og vonandi að þetta klárist von bráðar.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband