Fundur með samgöngunefnd og vel heppnaður íbúafundur
18.9.2007 | 11:58
Dagurinn byrjaði á því að minn kæri fór með bílinn í dekkjaskipti þar sem ég þurfti að fara til Siglufjarðar í starfsþjálfun og snjór á Lágheiðinni. Var komin þangað um kl. 12:30 og var til kl. 15 þegar ég stökk á fund með samgöngunefnd.
Sú nefnd tók vel í óskalista bæjarstjórnar Fjallabyggðar og gerir líklega allt sem hún getur til að uppfylla óskir sem flestra bæjar- og sveitarstjórna þessa dagana.
Um kvöldið var svo íbúafundur og var mætingin hreint frábær á þriðjahundrað manns og fín stemming. Vona að Ólafsfirðingar verði jafn duglegir að mæta í kvöld og taka þátt eins og vesturbæingarnir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessuð Álfhildur.
Ekki var það nú alveg svo auðvelt. Er á leið á Sauðárkrók í fyrramálið, Sigló á mánudaginn og Blönduós miðvikudaginn þar á eftir. En það hefði getað verið verra. Pollýanna
Bjarkey Gunnarsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.