Arrgggggggg 365 miðlar

Er svo reið yfir svívirðingunni sem 365 miðlar sýna mér sem landsbyggðarbúa að ég á ekki til orð. Ef málið snérist eingöngu um mig þá myndi ég gefa frat í þá.

En ég rek veitingastað sem býður uppá enska boltann og þar sem ég er í Ólafsfirði fæ ég ekki hliðarstöðvarnar sem þeir hafa þó með reglulegu millibili í allt sumar sagt að yrðu klárar þegar boltinn byrjaði að rúlla. Enska deildin byrjaði svo formlega í gær og að sjálfsögðu höfum við engar hliðarrásir og getum því ekki valið leik og ekki á döfinni samkvæmt upplýsingum í gær. Ekki nóg með það heldur tollir stöðin ekki inni nema stutta stund og endalaust kemur að dagskráin sé lokuð.

Er að hugsa um að senda málið til Umboðsmanns Alþingis, tel að þetta geti ekki verið lögmætt að við greiðum sama gjald og þeir sem fá allar hliðarrásir sem sérstaklega eru auglýstar af 365.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband