Fjöltækniskóli Íslands
26.6.2007 | 21:31
Nefnd um stofnun framhaldsskóla í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð fundaði í morgun ásamt skólastjóra Fjöltækniskóla Íslands. Fyrirlesturinn var mjög áhugaverður og snérist ekki síður um það sem áður var nefnt stytting stúdentspróf. Ekki snýst málið lengur um það heldur að hver hefur sinn tíma samkvæmt þessum tillögum, sem mér skilst að ráðherra menntamála hafi nú þegar gert að sínum, heldur að verknám sé metið til jafns á við bóknám þegar kemur að stúdentsprófi.
Mér sýnist að fyrirkomulag þessa skóla geti að mörgu leiti gengið hér í okkar skóla þ.e. grunnhugmyndin. Borgarbyggð er að koma sínum skóla á laggirnar út frá sambærilegri hugsun og verður fínt fyrir okkur að horfa til þess. Spurning hvort Sparisjóður Mýrarsýslu verður eins örlátur við okkur og hann var við þennan skóla.
Margt af því sem þarna kom fram er auðveldlega hægt að yfirfæra í grunnskólann, svo sem eins og gæðakerfið sem ég var mjög hrifin af, og vona ég að það verði svo í nánustu framtíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.