Viðurkennd starfsheiti
7.4.2007 | 10:52
Datt í hug þegar ég las grein Ástu Óla Halldórsdóttur í morgun þar sem hún fjallar um viðurkenningu á starfsheiti leiðsögumanna og hversu dýrt það er að fara í nám hjá Leiðsögumannaskóla Íslands.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum þegar kemur að viðurkenningu á starfsheiti til starfsréttinda, hvað með t.d. leikskólakennara sem hafa barist í mörg ár fyrir lögverndun. Ég er í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við HÍ - það er ekki lögverndað starfsheiti þrátt fyrir að fyrir liggi þingsályktunartillaga um að breyta því.
Það eru eflaust fleiri stéttir en mann grunar sem svo er fyrir komið - því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.