Vinstri græn og fylgisaukning þeirra
12.3.2007 | 10:12
Ég má til með að benda á heimasíðu Björns Vals Gíslasonar http://bvg.is sem segir akkúrat það sem ég vildi sagt hafa þegar kemur að umræðu um fylgisaukningu Vinstri grænna.
Það er nefnilega með ólíkindum að geta ekki unnt Vinstri grænum þess að fylgisaukningin sé vegna hreyfingarinnar sjálfrar og stefnufestu heldur sé skýringa ævinlega að leita eingöngu í öðrum flokkum. Kíkið á síðuna Björns Vals.
Annars hef ég verið afspyrnu léleg að skrifa hér á þessa pólitísku síðu og sett frekar inn á http://blog.central.is/bjarkey en þar eru frekar heimilislegar pælingar og finnst mér það ekki passa að vera með það hér.
Reyni að gera betur á næstunni enda fjör að færast í leikinn í pólitíkinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.