Bent á Lágheiđi

Ţetta hljómar nú hálf skringilega fyrir mér íbúa í Ólafsfirđi ađ sjá bent á veg 82 um Lágheiđi vegna viđgerđa í Múlagöngum.

Ég veit ekki hvort ţiđ sem ţetta lesiđ áttiđ ykkur á ţví ađ um 40 mínútna akstur er frá Ólafsfirđi til Akureyrar um Múlagöng en um 2 og 1/2 klukkutími um Lágheiđi.

Ef mig langar ađ skreppa í bíó, sem ég verđ ađ sćkja til Akureyrar, ţá er ţađ útilokađ mál ţar sem göngin loka svo snemma. Eins ţyrfti ég ađ taka mér frí í vinnunni ef ég ćtlađi um Lágheiđi ţví ţađ er um 5 klukkutíma akstur fram og til baka + ţađ sem erinda ţarf á Akureyri.

Ţetta er náttúrulega alveg ótćkt og í raun skömm fyrir Vegagerđina hversu lengi "viđgerđir" hafa stađiđ í Múlagöngum. Fyrir löngu hefđi átt ađ klćđa öll göngin og laga malbikiđ ţar sem  ţađ var orđiđ stórhćttulegt og opna Múlaveginn á međan. Nú er sá vegur hins vegar orđinn svo illa farinn ađ ţađ er ekki hćgt.

Munurinn á lokun í Hvalfjarđargöngum og Múlagöngum er sá ađ ţau fyrri loka yfir blánóttina en hin frá ţví snemma kvölds - munar öllu.


mbl.is Múlagöng og Hvalfjarđargöng lokuđ ađ nćturlagi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband