Bent á Lágheiði
29.1.2007 | 14:59
Þetta hljómar nú hálf skringilega fyrir mér íbúa í Ólafsfirði að sjá bent á veg 82 um Lágheiði vegna viðgerða í Múlagöngum.
Ég veit ekki hvort þið sem þetta lesið áttið ykkur á því að um 40 mínútna akstur er frá Ólafsfirði til Akureyrar um Múlagöng en um 2 og 1/2 klukkutími um Lágheiði.
Ef mig langar að skreppa í bíó, sem ég verð að sækja til Akureyrar, þá er það útilokað mál þar sem göngin loka svo snemma. Eins þyrfti ég að taka mér frí í vinnunni ef ég ætlaði um Lágheiði því það er um 5 klukkutíma akstur fram og til baka + það sem erinda þarf á Akureyri.
Þetta er náttúrulega alveg ótækt og í raun skömm fyrir Vegagerðina hversu lengi "viðgerðir" hafa staðið í Múlagöngum. Fyrir löngu hefði átt að klæða öll göngin og laga malbikið þar sem það var orðið stórhættulegt og opna Múlaveginn á meðan. Nú er sá vegur hins vegar orðinn svo illa farinn að það er ekki hægt.
Munurinn á lokun í Hvalfjarðargöngum og Múlagöngum er sá að þau fyrri loka yfir blánóttina en hin frá því snemma kvölds - munar öllu.
Múlagöng og Hvalfjarðargöng lokuð að næturlagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.