Margt um að vera
19.5.2009 | 07:58
Eins og sjá má hef ég lítið bloggað. Mikið að gera á öllum vígstöðvum og þá mætir þetta afgangi.
Ekki það að verkefnum hafi fækkað - líklega fjölgað en ég ákvað nú samt að setjast niður og setja hugrenningar mínar á blað.
Þar ber fyrst að geta að Klara Mist og Dísa eru væntanlegar heim úr sínu langa ferðalagi um Mið - og Suður Ameríku frá því í desember og óneitanlega hlökkum við mikið til. Áætluð lending frá New York er kl. 7 á föstudagsmorgun. Ég verð komin í borgina og tek vonandi á móti þeim.
En að allt öðru. Í dag er bæjarstjórnarfundur og sitthvað þar á dagskrá samkvæmt venju. Útboð vegna trygginga Fjallabyggðar og einnig í sorphirðumálum. Kaup á bátasmíðaskemmunni og yfirtaka á gömlu dráttarbrautinni á Sigló verður líklega ákveðin í dag. Rekstur sveitarfélagsins janúar - mars hefur gengið ágætlega en þó eru ákveðnir liðir sem eru komnir töluvert framúr og viðbúið að bæta þurfi enn frekar í.
Hámarkshraði á Aðalgötu í Ólafsfirði verður tekinn fyrir og er tillaga skipulags- og umhverfisnefndar sú að hann verði hækkaður aftur í 50 km. 3 ára áætlun þar sem gert er ráð fyrir minni hækkun tekna og minni lækkun gjalda frá því hún var lögð fram um daginn. Eitthvað gengur hægt að fá uppsettar hraðahindranir sem búið er að samþykkja í 3 ár en vonandi verður bragabót á því fljótlega.
Fundargerð frístundanefndar gefur tilefni til að ræða ýmislegt s.s. framtíð golfvalla í Fjallabyggð, rekstur skíðasvæðis í Skarðsdal og þá ætti svæðið hér í Ólafsfirði að ræðast líka svo eitthvað sé nefnt.
Lagning háspennustrengs hefur verið ræddur töluvert í skipulags- og umhverfisnefnd og hvaða leið verður farin í þeim efnum.
Nú er búið að ákveða í bæjarráði að gefa íbúum Fjallabyggðar kost á að rækta sitt eigið grænmeti í matjurtargörðum og er búið að leggja til svæði sem vonandi verður samþykkt í dag. Spennandi að sjá hvort íbúar verði ekki duglegir að nýta sér þetta tækifæri og sjá það líka sem stað þar sem fólk skiptist á skoðunum um kryddið sitt og grænmeti og veiti hvort öðru góð ráð.
Minni svo á íbúaþingið sem haldið verður á Siglufirði á laugardaginn og er þar fjallað um skólamálin ásamt fleiru. Hvet alla til að kynna sér málið og mæta. Rúta verður fyrir þá sem ekki geta nýtt sér eigin bíl. Þarna verða teknar mótandi ákvarðanir sem hafa áhrif á okkur öll og þetta er okkar tækifæri til að hafa áhrif. Frjálslegar umræður skoðið dagskrána á http://fjallabyggd.is
Í bili.....
Styrkur til atvinnulausra kvenna
29.4.2009 | 08:28
Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum styrk sérstaklega þegar horft er til þess að ótrúlegur fjöldi kvenna hér í Ólafsfirði hefur stundað fjarnám undanfarin ár, bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Nú þegar framhaldsskólinn fer af stað hér í haust er tilvalið fyrir þær sem á þurfa að halda að nýta sér réttinn og sækja um.
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2009. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá atvinnulausum konum 50 ára og eldri sem hófu nám eða hyggjast hefja nám á árinu 2009.
Um getur verið að ræða háskólanám, nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða nám á styttri starfsbrautum og verknámsbrautum. Styrkupphæð árið 2009 er ein milljón króna og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á skólavist liggur fyrir. Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:- Skattaskýrsla fyrir árið 2008
- Staðfesting frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi
- Staðfesting á skólavist (ef hún liggur fyrir)
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Tilkynnt verður um styrkþega á kvenréttindadaginn 19. júní. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu KRFÍ og á netfanginu: krfi@krfi.is
Uppeldislegt eða í genum?
27.4.2009 | 08:29
Þegar næsta kynslóð tekur við verður sú breyting á að dætur taka við af mæðrum en ekki bara feðrum sem að er frábært.
Ég alla vega gef mér það að stjórnmálin verði áfram á þeirri leið að jafna hlut karla og kvenna bæði í sveitastjórnum og í landsmálum.
Vinstri græn eiga þar mikinn þátt þar sem við erum sá flokkur sem lagt hefur hvað mesta áherslu á að tefla fram mjög frambærilegum konum og höfum lagt mikla áherslu á að konur skipi forystusæti.
Synir og dætur taka við af feðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ósannindi og villandi framsetning í auglýsingu
21.4.2009 | 22:29
Í auglýsingu Áhugafólks um endurreisn Íslands eru sett fram fjórar fullyrðingar í fjórum liðum um skattatillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Hvað Vinstri græn varðar eru tveir liðir af fjórum hrein ósannindi en hinir tveir afskaplega villandi framsetning sem er augljóslega ætlað að valda misskilningi.
Hvergi hafa verið settar fram tillögur af hálfu VG um 2% flatan eignaskatt eins og fullyrt er í auglýsingunni, svo það eru hrein ósannindi. Það hefur heldur aldrei verið rætt um að hækka fyrirtækjaskatta og er sú fullyrðing hreinn uppspuni frá rótum.
Hvað hátekjuskattinn varðar er framsetningin í auglýsingunni mjög villandi þar sem verið er að bera saman laun á mánaðargrundvelli og skatta á ársgrundvelli þannig virðist álagið sem við viljum leggja á hæstu laun vera 12 sinnum meira en raunin er, t.d. 36.000 kr. en ekki 3.000 kr. á 600.000 kr. mánaðarlaun. Rétt er að taka fram að 92,5% skattgreiðenda myndu ekki borga þetta álag.
Svipaða sögu er að segja af framsetningunni á tillögum VG um fjármagnstekjuskatt. Þar höfum við lagt til að sett yrði skattleysismörk við 120.000 kr. á ári til að hlífa smásparendum við fjármagnstekjuskatti en hækka á móti skatthlutfallið úr 10% í 14%, þ.e.a.s um 4%. Þetta er kallað 40% hækkun fjármagnstekjuskatts í auglýsingunni, sem er klárlega ætlað að valda misskilningi á okkar tillögum.
En er rétt að taka fram að rúm 90% einstaklinga þyrfti ekki að borga neinn fjármagnstekjuskatt samkvæmt okkar tillögum, öfugt við það sem nú er.
Verð að benda ykkur á að lesa þetta blogg
18.4.2009 | 21:26
Hjálmar fer yfir af hverju hann - hægri maðurinn velur að kjósa Vinstri græn nú í þessum kosningum.
Að gefnu tilefni
17.4.2009 | 14:10
Allt er búið. Allt er breytt.
Brátt hér verður ekki neitt.Engin lengur Orkuveita,
uppurið er vatnið heita.
Landsvirkjunin lokuð brátt.Ljósið farið. Allt er grátt.
Húsin hrunin hér og þar,
haugarústir allsstaðar.
Fisklaust orðið Atlantshafallur fiskur stunginn af.
Engra banka er nú þörf,enda á Fróni engin störf.
Fyrirtækin fyrir bí,fæst þau opna aftur á ný.
Hvað skal? Spyr hann hér og nú!
Hér skal byggja Atlantsbrú.Svo vér megum Frónið flúa
fara til Norge og öll þar búa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skíturinn
10.4.2009 | 10:06
Landsbankinn veitti 2 styrki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Einfalt
9.4.2009 | 11:52
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lokasprengingin
6.4.2009 | 14:36
Pólitík
5.4.2009 | 19:50
Já lífið snýst svolítið um pólitík núna en svo segja aðrir að allt sé pólitík sem við segjum og gerum.
Samkvæmt þessu þá hafði heimilispólitíkin völdin hjá mér í dag. Fór út með ferfætlingana og manninn á göngu, ja eða hann með mig spurning, í dásamlegu veðri.
Eftir það ákvað ég að rifja upp eitt og annað sem ég hef gert mismikið af undanfarið. Ryksugaði báðar hæðir, bakaði pönnukökur á kökubasar hjá slysavarnardeild kvenna hér í bæ. Keypti mér svo tvær tertur en var síðan boðið í kaffi en þá var bara að hafa með sér svona eins og í henni Ameríku - koma þeir ekki með vínið í matarboðin? Alla vega þá var tertunum sporðrennt af mannskapnum og af því mér er ekki viðbjargandi þegar kemur að kökum og mat þá var steikin sett í ofninn þegar heim kom. Hún bíður þess nú að verða etin en kökurnar eru að síga niður og pláss að verða til.
Nú þá kom að því að þvo eldhúsgluggana og setja upp páskagardínurnar - ætla að bæta við á morgun þ.e. þrífa svolítið og setja upp páskaskraut.
Þvottur var þveginn, jakkaföt, skyrtur og þessháttar var pressað og straujað og mér finnst ég hafa verið svakalega dugleg. Er þó nokkuð viss um að þörf mín fyrir að gera þessa hluti verður ekki svo yfirþyrmandi að áhyggjur þurfi af að hafa.
En vegna þessa dugnaðar er ég að hugsa um að slaka mér vel niður í kvöld og glápa á sjónvarpið.
Í bili.......