Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Hálf nakin ........
21.9.2008 | 23:32
Við hjónin vorum í skógarhöggi um síðustu helgi þar sem runnarnir við götuna voru látnir fjúka. Mikil viðbrigði þar sem þeir voru orðnir á þriðja meter og skýldu því algerlega lóðinni.
Ég sagði við nágrannanna að mér finndist eiginlega eins og ég væri á brókinni þegar þetta skjól væri farið. Þau undraði það ekki.
Annars fór ég til Akureyrar eftir hádegi í dag og heimsótti vinkonu mína og fór síðan í bíó. Ég sá Sveitabrúðkaup sem slapp alveg - bestur húmorinn í ömmu gömlu. Helgi og stelpurnar fóru á ævintýramyndina með Anitu Briem og fannst hún mjög góð.
Er búin að lesa heil ósköp um hugsmíðahyggju og náms- og starfsráðgjöf þannig að nú þarf bara að koma því frá sér á blað. Strembin vika framundan og því eins gott að tímasetja verkefnin þannig að ekki þurfi að bjarga sér fyrir horn með misgóðum afleiðingum.
Reyni að setja inn myndir á morgun.
Í bili.....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólitík og persónulegt
20.9.2008 | 14:34
Allt of langt síðan ég hef bloggað og er það líklegast miklum önnum um að kenna. Það er í mörg horn að líta þess fyrstu haustdaga eins og oft áður og tíminn fljótur að fljúga frá manni.
Ætla þó að byrja á því að óska félaga mínum og vini Birni Val til hamingju með daginn.
Mikið um fundi og annað þar sem nærveru bæjarfulltrúa er óskað. Í gær hefði ég þurft að vera á þrem stöðum en þá er það auðvitað að velja geti maður það hreinlega eða láta viðveruboðin gilda þ.e. hvernær maður var boðaður.
Baldur Ævar kom heim í gær og átti að taka vel á móti honum sem ég efa ekki að hefur verið gert. Frábær íþróttamaður þar á ferð.
Nú þing SSNV var haldið á Sigló og þessa mynd sem hér er fékk ég "lánaða" hjá honum Steingrími á http://sksiglo.is
Félagar mínir í bæjarpólitíkinni eru í fínum félagsskap á þessari mynd með Jóni Bjarna, þingmanni VG, þeir Egill og Hermann enda brosandi og sælir að sjá. Skyldi engan undra Jón er mikill gleði og sagnamaður.
Nú svo var flokkstjórnarfundur hjá VG og flaug ég suður og heim aftur í gær. Ekkert að flugi þrátt fyrir stífan vind. Fundurinn var mjög skemmtilegur enda rædd pólitík út í eitt.
Nú framundan í dag ætti að vera lestur hjá mér vegna verkefnis sem skila á í næstu viku en eitthvað gengur mér illa að koma mér að verki. Finn að ég er orðin "námsþreytt" en þarf að hysja upp um mig og klára þetta.
Ég þarf að fara eftir því sem ég bendi nemendum mínum á að gera, setja sér skammtímamarkmið og plön fyrir það sem gera þarf í hverri viku.
Töluverðar breytingar eiga sér stað í Höllinni þar sem græja þarf eldhúsið fyrir eldun t.d. á skólamáltíðum og heitum mat í hádeginu sem byrjaði í þessari viku og hefur verið mjög vel sótt.
Heimasíða fyrir Höllina og Tröllakot fer í loftið eftir helgi sem vonandi nýtist þeim sem þjónustuna nota.
Í bili........
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Frábær árangur hjá Baldri Ævari
9.9.2008 | 22:57
Flottur árangur hjá Baldri Ævari. Hann hefur verið mjög duglegur við íþrótt sína og æft af kappi fyrir ólympíuleikana sem hann nú tekur þátt í.
Hann varð sjöundi af þrettán keppendum og stökk 5,42 m. Til hamingju með það.
Sjöunda sætið hjá Baldri Ævari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skólamáltíðir og sitthvað fleira
9.9.2008 | 14:58
Í gær rættist langþráður draumur minn og margra annarra þegar heitar máltíðir voru loks í boði í grunnskólanum. Mikill handagangur var í öskjunni og gríðarlega góð aðsókn í matinn. 118 af 125 nemendur eru skráðir í september. Vona svo sannarlega að það haldist því nemendur eru virkilega ánægðir þessa tvo daga sem búnir eru.
Góður morgunmatur, gott nesti og góður hádegismatur skiptir krakka öllu máli. Þau eru í vinnu frá morgni og fram eftir degi og þá tekur við hinn frjálsi leikur sem mikla orku þarf í.
Annars er flensuskítur að reyna að ná á mér tökum en ég reyni að spyrna við eins og mögulegt er.
Er á leið á bæjarstjórnarfund á Siglufjörð á eftir og að vanda tjái ég mig líklega um nokkur málefni er varða bæði framkvæmdir og skólamál svo eitthvað sé tiltekið. Finnst hægt ganga í mörgum málum og tel það vera stjórnunaratriði eða stjórnleysi sem þar skiptir höfuðmáli.
Fór á fund hjá Jóni Eggerti um framhaldsskólann í síðustu viku, fyrst í hádeginu með bæjarfulltrúum og síðar um daginn með "fáum" bæjarbúum. Leiðinlegt að fólk skuli ekki koma og hlusta og þá ekki síður að pumpa Jón Eggert um stöðu mála. Of margir sem röfla við eldhúsborðið eða annars staðar en ekki þar sem þeir geta gengið á þá sem að málinu koma. Skilst að betri aðsókn hafi verið á Sigló en ætla að tjá mig frekar um þetta mál þegar ég hef setið fund á Dalvík sem verður 15. sept.
Í bili.......