Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
offun og h-effun
15.3.2007 | 23:49
Það er nú hálf broslegt þó ekki sé mér hlátur í hug að sjá þessa hringavitleysu hjá ríkisstjórninni í offun og h-effun í öllu sem þeir mögulega geta.
Eitthvað kostar það nú ríkiskassann þessi endemisvitleysa sem nú á sér stað í yfirmannaráðningum. Ekki það að Páll virðist vera tveggja starfa maki og spurning hvort greitt er samkvæmt því eða um sparnað sé að ræða. Alla vega þarf greinilega að ráða í hans stað þennan hálfa mánuð þar til offunin nær formlegri lögfestu.
Ég tel það þó að betra hefði verið að hafa formið eins og var og tala nú ekki um grunnlínukerfið og dreifingin sem að mínu viti á að vera í eigu ríkisins sem er það eina sem getur jafnað aðgang okkar landsmanna allra - ekki bara á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Það er svo langur vegur frá því að við njótum öll sambærilegrar þjónustu þrátt fyrir að við komum til með að borga áfram öll sömu nefskatta sama hvar við búum á landinu.
Setjum ríkisstjórnina í frí og breytum um áherslur.
Vinstri græn í vor.
Páll Magnússon útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins ohf. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinstri græn og fylgisaukning þeirra
12.3.2007 | 10:12
Ég má til með að benda á heimasíðu Björns Vals Gíslasonar http://bvg.is sem segir akkúrat það sem ég vildi sagt hafa þegar kemur að umræðu um fylgisaukningu Vinstri grænna.
Það er nefnilega með ólíkindum að geta ekki unnt Vinstri grænum þess að fylgisaukningin sé vegna hreyfingarinnar sjálfrar og stefnufestu heldur sé skýringa ævinlega að leita eingöngu í öðrum flokkum. Kíkið á síðuna Björns Vals.
Annars hef ég verið afspyrnu léleg að skrifa hér á þessa pólitísku síðu og sett frekar inn á http://blog.central.is/bjarkey en þar eru frekar heimilislegar pælingar og finnst mér það ekki passa að vera með það hér.
Reyni að gera betur á næstunni enda fjör að færast í leikinn í pólitíkinni.