Kryddsíldin

Er að hlusta á kryddsíldina með öðru eyranu og hef gaman af. Þeir reyna mikið að fá Steingrím til að segja hver á að vera forsætisráðherra ef vinstri stjórn verður mynduð.

Það gengur illa að fá svona menn til að átta sig á því að pólitík snýst ekki um stóla heldur um málefni. Það hefur nefnilega verið svo undanfarin allt of mörg ár að stólarnir eru það sem skiptir máli hjá núverandi ríkisstjórn en ekki málefnin sem þjóðin taldi sig hafa kosið.

Gott samfélag byggt á velferð allra, ekki sumra, er það sem við VG viljum sjá eftir næstu kosningar.

Ekki aukið bil milli ríkra og fátækra, embætti veitt eftir pólitík, mikla verðbólgu - þar sem virtir aðilar vara við ástandinu en ríkisstjórnin slær höfðinu við steininn og umhverfi og náttúra er einnota.

Nú reyna forkólfar ríkisstjórnarinnar, Geir og Jón að bjarga sér fyrir horn með því að segja að ekki verði byggð önnur Kárahnjúkavirkjun en virkja má nú hér og það samt sem áður.

Ekki láta blekkjast kæru kjósendur enn og aftur. Þeir eru uppfullir af kosningaklisjum nú og vona að kjósendur gleypi það hrátt.

En við viljum breytingar í vor og þurfum að fella þessa ríkisstjórn.

Gleðilegt ár

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband