Þessi ríkisstjórn

Sama gamla þreytta hugsunin hjá ríkisstjórn sem ber hausnum við steininn í flestum málum. Ekki vilja þeir funda í samgöngunefnd að beiðni Jóns Bjarna og fjalla um þá miklu skerðingu á þjónustu sem verður nú um áramótin þegar enn og aftur á að einkavæða og Flugstoðir verða að veruleika. Ekki taka mark á flestum sem við þessa þjónustu starfar, nei við ætlum að einkavæða enda erum við Sjálfstæðisflokkur og Framsókn og við hverju öðru er að búast úr þeirra ranni.

Þessi breyting ríkisstjórnarinnar sem allt vill einkavæða átti að kosta 30 milljónir er nú er ljóst að ef flugumferðarstjórar nýta biðlaunarétt sinn hleypur þessi kostnaður á þriðjahundrað milljón króna takk fyrir - segi það og skrifa. Hver segir svo að það borgi sig ekki að einkavæða. Við köllum það stundum OHF.

Mér finnst það frábært hjá hinum þverpólitísku samtökum Sól í Straumi að skila Rannveigu Rist disknum sem Alcan sendi Hafnfirðingum fyrir jólin. Þau pökkuðu þeim meira að segja inn í álpappír. Flott hjá þeim að láta ekki fyrirtækið "kaupa" sig svona. Þetta er ómálefnalegt og í engu sæmandi fyrir fyrirtækið að gera svona og nota til þess virtan tónlistarmann Hafnfirðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband