Haust verkin
9.9.2009 | 18:10
Skólastarfið hefur farið vel af stað og komið í nokkuð fastar skorður. Ég er að útfæra mitt starf sem náms- og starfsráðgjafi og fleiri verkefni sem á borð mitt hafa komið þetta haustið.
Í dag var svo göngudagur skólans sem yfirleitt er 11. sept. en nú var ákveðið að láta slag standa enda ljómandi gott veður eftir miklar rigningar undanfarið. Nemendur fóru ýmsar leiðir eftir aldri og getu, ég fór ásamt fleiri kennurum með 6. - 7. bekk upp á Burstabrekkudal, inn að vatni, og gekk ljómandi vel. Við lögðum af stað klukkan rúmlega átta og vorum komin í skólann aftur uppúr hádeginu.
Ég verð nú samt að segja að síðsumarsspikið og úthaldsleysið sagði til sín sem og strengir sem hafa látið á sér kræla eftir Bodypump tíma í gær og fyrradag hjá Lísu. Veit ekki alveg hvernig heilsan verður á morgun til að takast á við annan tíma úff. En það þýðir víst ekkert að gefast upp í þessu frekar en öðru sem maður tekur sér fyrir hendur.
Í bili.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.