Fjárlaganefnd
15.8.2009 | 03:17
Þessi tími minn á alþingi hefur um margt verið ólíkur því sem ég hef áður reynt á hinu pólitíska sviði.
Fundir hafa staðið lengi og ógrynni af upplýsingum sem maður hefur þurft að melta. Margir gestir og ótal margt sem lærst hefur.
Málið umdeilda -Icesave hefur tekið mikið á og er ég ánægð með að frumniðurstaða hefur náðst í svo mikilli sátt meðal þingflokka sem raun ber vitni. Nú hefst hin þinglega meðferð og fær vonandi farsælan endi von bráðar.
En skemmtilegast hefur þó verið að ég hef eignast nýja vini þar sem nálægðin er óneitanlega mikil við nefndarfólk.
Við Oddný, samfylkingarkona, höfum mikið rætt karlapólitík og kem ég að því einhvern tímann síðar.
Í bili.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.