Fólk er hrat

Það er sem sagt viðurkennt að Sjálfstæðisflokknum, alla vega fulltrúa hans í umræðunni í morgun, Tryggva Þór Herbertssyni, þykja milljón á mánuði léleg laun og þeir bankamenn sem það þiggja eða minna séu hrat. 

Þingmaðurinn er afar ósmekklegur í orðavali og er ég ekki viss um að þjóðin sé sammála honum. Ég tel að þjóðin sé ekki tilbúin til þess að þeirri stefnu sem boðuð hefur verið varðandi laun ríkisstarfsmanna verði hætt þ.e. að laun verði ekki hærri en laun forsætisráðherra.

Ég er sannfærð um að þeir ríkisstarfsmenn sem hafa lægri laun en milljón á mánuði og eru í ábyrgðarstöðum séu hreint ágætt fólk og samkeppnishæft hvar sem er. En það eru 2007 viðmið sem Tryggvi Þór kann best og vill greinilega viðhalda.

Í bili...


mbl.is Laun forstjóra ríkisbanka ekki samkeppnishæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, þetta voru undarleg ummæli .... svo ekki sé meira sagt.

Gildismatið að baki þeim er áhyggjuefni.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.7.2009 kl. 14:31

2 identicon

Hvaða aumingjapólitík er íslenskur almenningur eiginlega að boða. Þvílík múgæsing í gangi. Það er eins og að allir sem séu með yfir 700 þúsund í mánaðarlaun séu í dag stimplaðir sem glæpamenn. Nú á að draga alla niður í sama launaflokk þannig að öll þjóðin hafi það skítt. Hendum bara öllum á bætur og dreifum matarmiðum. For the love of god!! Vonandi veikist þú ekki á næstu árum þannig að þú þurfir á aðstoð skurðlækna að halda - vegna þess að þeir hæfu munu ekki starfa á íslenskum sjúkrahúsum. Þessi jafnaðarmennska sem er verið að reyna að boða gengur þvert gegn heilbrigðri skynsemi. Þetta er draumaheimur sem aldrei getur gengið upp í hinum raunverulega heimi. Það eina sem vinnst með þessu er að drepa niður drifkraft og metnað einstaklingsins.

Margrét (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:36

3 identicon

Margrét: Finnst þér allt í lagi að margir hafi það skítt, bara ekki elítan?  Það var þó elítan sem vílaði og dílaði okkur ekki-elítunni niður á heljarþröm.

Kolla (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 14:44

4 identicon

Kolla: Um hvaða elítu ert þú að tala? Er t.d. einstaklingur sem er búinn að eyða hugsanlega 8-10 árum í framhaldsnám með margar milljónir í námslán á bakinu og ræður sig í vinnu með 750 þús á mánuði elíta?? Þið eru að steypa öllum í sama form. Þótt einstakir fjárglæframenn með "ofurlaun" (það er kannski elítan sem þú ert að tala um) hafi gerst gráðugir og mögulega farið út fyrir ramma laganna þá þýðir það ekki að allir sem eru með laun vel yfir meðaltali séu þessi elíta þín. Það er eins og það sé skammaryrði að vera með góð laun í dag. Starfsframlag hins vinnandi manns er einfaldlega misverðmætt.

Margrét (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:05

5 identicon

Margrét:   Ég er að tala um elítuna sem vílaði og dílaði þjóðinni niður á heljarþröm en telur sig hafna yfir að taka afleiðingum gerða sinna.  Lestu kommentið þangað til þú skilur það!!!

Kolla (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 15:13

6 identicon

KÚLULÁNA-TRYGGVI AÐ GEFA RÁÐ, FUSS OG SVEI.

Númi (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:03

7 identicon

"Margrét: Finnst þér allt í lagi að margir hafi það skítt, bara ekki elítan?  Það var þó elítan sem vílaði og dílaði okkur ekki-elítunni niður á heljarþröm."

" Margrét:   Ég er að tala um elítuna sem vílaði og dílaði þjóðinni niður á heljarþröm en telur sig hafna yfir að taka afleiðingum gerða sinna.  Lestu kommentið þangað til þú skilur það!!!"

Hver er þessi Elíta eignlega, þið sem eruð með þetta orð á heilanum ættuð að fara að nafngreina einstaklinga eða í það minnsta útbúa einhver skilyrði fyrir Elítuna. 

Ég verð að vera sammála Margréti með það að vel menntaður einstaklingur með 750þús á mánuði (ca. 450-500þús útborgað) er ekki  einhver Elíta í mínum augu.  Svo er ekki hægt að skilja þessa frétt á MBL öðruvísi en að Tryggvi vilji að bankastjóri verðandi ríkisbanka sitji við sama kjaraborð og hinir bankastjórarnir í einkareknu bönkunum.  Á bankastjóri Landsbankans að vera á helmingi lægri launum en hinir bara afþví að ríkið á bankann.

Stebbi (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 16:09

8 Smámynd: Hlynur Hallsson

Er það ekki dæmigert að Sjálfstæðisflokkurinn og nokkrir kjósendur hans hafi valið Tryggva Þór á þing árið 2009... eftir allt?

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 24.7.2009 kl. 16:20

9 identicon

Það kallar nú bara á ofbeldi ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að bulla svona. Launaniðurfærslu tillagan er góðra gjalda verð og raunhæf.

En Tryggvi var kannski að verja ofurlaun Sparisjóðsstjóra Byrs uppá 2.5 milljónir á mánuði.  Ég held það væri nær að stjórnir þessara hlutafélaga og einkafyrirtækja sem enn starfa í skjóli pólitískrar spillingar endurskoði launakjör sinna stjórnenda með tilliti til árangurs!!!!  Ættu þeir þá ekki í raun að borga með sér?

Jóhannes Laxdal (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband