Styrkur til atvinnulausra kvenna
29.4.2009 | 08:28
Mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum styrk sérstaklega þegar horft er til þess að ótrúlegur fjöldi kvenna hér í Ólafsfirði hefur stundað fjarnám undanfarin ár, bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi. Nú þegar framhaldsskólinn fer af stað hér í haust er tilvalið fyrir þær sem á þurfa að halda að nýta sér réttinn og sækja um.
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2009. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá atvinnulausum konum 50 ára og eldri sem hófu nám eða hyggjast hefja nám á árinu 2009.
Um getur verið að ræða háskólanám, nám í framhaldsskóla til stúdentsprófs eða nám á styttri starfsbrautum og verknámsbrautum. Styrkupphæð árið 2009 er ein milljón króna og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á skólavist liggur fyrir. Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:- Skattaskýrsla fyrir árið 2008
- Staðfesting frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi
- Staðfesting á skólavist (ef hún liggur fyrir)
Umsóknarfrestur er til 1. maí nk. Tilkynnt verður um styrkþega á kvenréttindadaginn 19. júní. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu KRFÍ og á netfanginu: krfi@krfi.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.