Nýtt og gamalt í bland
3.12.2006 | 13:57
Sérdeilis flott forval hjá Vinstri grænum á Reykjavíkursvæðinu. Þingmenningarnir fá mjög góða staðfestingu á sínum störfum með slíku endurkjöri auk þess sem Kata varaformaður fær frábæra kosningu.
Nýjir aðilar eru svo í sætunum þar á eftir ásamt Álfheiði Inga sem er búin að vera varaþingmaður og fær mjög góða kosningu.
Það var áhugavert viðtalið við Álfheiði, Guðbjörgu og Gest Svavars í Silfrinu áðan. Gestur sagði þar að hann teldi að ekki ætti að færa sig til vegna kynjakvóta þar sem karlar ættu ekkert erfitt uppdráttar í pólitík.
Hálfnað er verk þá hafið er og nú þarf forvalsnefndin að leggjast yfir og setja saman þrjá lista sem síðan verða bornir undir kjördæmisráðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.