Lokasprengingin
6.4.2009 | 14:36
Þá er loksins komið að því að við Fjallabyggðarbúar sjáum í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Þetta er ekki síður merkilegur áfangi en var á sínum tíma þegar Múlagöngin voru opnuð.
Að búa í bæjarfélagi þar sem bæjarkjarnarnir eru svo aðskildir sem raun ber vitni er ekki bjóðandi árið 2009. Eins og ég hef sagt frá í fyrri færslum þá hefur verið um langan veg að fara á bæjarstjórnarfundi því Vegagerðin hefur ekki mokað Lágheiðina nema örsjaldan yfir vetrartímann þá höfum við bæjarfulltrúarnir þurft að keyra um 500 km. til að sitja bæjarstjórnarfund. Nú sér fyrir endann á þessu og er það vel. Ekki síður verður tengingin til þess að efla samskipti bæjarbúa almennt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.