Pólitík

Já lífið snýst svolítið um pólitík núna en svo segja aðrir að allt sé pólitík sem við segjum og gerum.

Samkvæmt þessu þá hafði heimilispólitíkin völdin hjá mér í dag. Fór út með ferfætlingana og manninn á göngu, ja eða hann með mig spurning, í dásamlegu veðri.

Eftir það ákvað ég að rifja upp eitt og annað sem ég hef gert mismikið af undanfarið. Ryksugaði báðar hæðir, bakaði pönnukökur á kökubasar hjá slysavarnardeild kvenna hér í bæ. Keypti mér svo tvær tertur en var síðan boðið í kaffi en þá var bara að hafa með sér svona eins og í henni Ameríku - koma þeir ekki með vínið í matarboðin? Alla vega þá var tertunum sporðrennt af mannskapnum og af því mér er ekki viðbjargandi þegar kemur að kökum og mat þá var steikin sett í ofninn þegar heim kom. Hún bíður þess nú að verða etin en kökurnar eru að síga niður og pláss að verða til.

Nú þá kom að því að þvo eldhúsgluggana og setja upp páskagardínurnar - ætla að bæta við á morgun þ.e. þrífa svolítið og setja upp páskaskraut.

Þvottur var þveginn, jakkaföt, skyrtur og þessháttar var pressað og straujað og mér finnst ég hafa verið svakalega dugleg.Wink Er þó nokkuð viss um að þörf mín fyrir að gera þessa hluti verður ekki svo yfirþyrmandi að áhyggjur þurfi af að hafa.Joyful

En vegna þessa dugnaðar er ég að hugsa um að slaka mér vel niður í kvöld og glápa á sjónvarpið.

Í bili.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband