Glæsilegt

 

fylgi

Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup, aðallega á kostnað Framsóknarflokksins. Fylgi VG í kjördæminu mælist nú 35,4 % en í síðustu könnun var fylgi flokksins 28,2 %. Hinir þrír stóru flokkarnir tapa. Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 21,7 % , tapar 5,8 prósentustigum frá síðustu könnun. Samfylkingin tapar 3,2 stigum, fylgið mælist nú 21,3 %. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur prósentustigum , fylgi flokksins nú er 15,8%. Borgarahreyfingin fengi 3 % fylgi, væri kosið í dag.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þið þurfið að ná meira fylgi frá B og ég held að það náist. Norðukjördæmin eru einu kjördæmin sem framsóknarmenn mega teljast öruggir með kjöna þingmenn. En svo er Arnbjörg búin að vera nógu lengi á þingi. Hún mætti fá frí.

Árni Gunnarsson, 2.4.2009 kl. 19:26

2 identicon

Það má kannski sleppa kosningum, allt er svo augljóst  auk þess gætum við sparað töluvert

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband