Aðstæður bæjarfulltrúa í Fjallabyggð

mynd1 mynd mynd2 mynd3 

Það er ekki ofsögum sagt að leiðin á milli byggðakjarna getur verið löng og ekki síst þegar við þurfum að fara á bæjarstjórnarfundi sem hefjast kl. 17.

Fundirnir eru haldnir til skiptist í bæjarkjörnunum, Siglufirði og Ólafsfirði og undanfarna þrjá fundi höfum við fulltrúarnir sem búum í Ólafsfirði þurft að keyra lengri leiðina þar sem Lágheiðin er ekki mokuð. Vegalengdin er um 240 km. aðra leiðina.

Við Villa ákváðum að fá góða félaga til að keyra okkur yfir Lágheiðina á snjósleða þar sem veður var ljómandi gott og tók það klukkutíma þ.e. frá húsdyrunum heima og að ráðhúsinu í Siglufirði. Mokað var fram að Vermundastöðum og þangað keyrðum við og fórum síðan á sleðum yfir Lágheiðina en við Þrasastaði vorum við sóttar á bíl.

Ferðin var mjög skemmtileg og ekki síðri í myrkrinu í gærkveldi en við lögðum af stað frá Siglufirði rétt um kl. 22.

Ég þakka þeim félögum kærlega fyrir að nenna að fara með okkur - ég er ekki alveg orðin nógu vel ökufær á sleða til að þora að keyra ein en það stendur til bóta. Tounge Þeim sem komu okkur fram og til baka að Þrasastöðum - takk kærlega.

Í bili.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta kalla ég að redda sér

Ókunn (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband