Framhaldsskólinn
16.3.2009 | 22:35
Loksins, loksins þá er okkar langþráði skóli að verða að veruleika. Mikil stemming ríkti í Tjarnarborg í dag þegar Katrín Jakobsdóttir, menntamálastýra, Þórir Kr. Þórisson bæjarstjóri í Fjallabyggð og Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, fyrir hönd Héraðsnefndar Eyþings undirrituðu samkomulag um stofnun og byggingu nýs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.
Dramatíkin var mikil, fólk spratt úr sætum sínum þegar undirskrift var lokið og klappaði mikið og svei mér þá stöku tár sást á hvarmi. Þetta skiptir nefnilega gríðarlegu máli fyrir samfélagið og framtíð þess.
Ég er nokkuð viss um að brosið verður breiðara á íbúum Fjallabyggðar næstu vikurnar og lyftir lundinni til muna.
Í bili...
Framhaldsskóli verður að veruleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.