Framhaldsskóli í Fjallabyggð
14.3.2009 | 09:46
Jæja þá er draumur okkar margra að verða að veruleika. Undirritun um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð fer fram á mánudaginn í Tjarnarborg kl. 11:30.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðstýra, mun þar skrifa undir ásamt Þóri bæjarstjóra í Fjallabyggð og Svanfríði bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar (fh. Hérðasnefndar Eyjafjarðar).
Fólk er hvatt til að vera viðstatt undirskriftina.
Þá er loks að sjá fyrir endann á þessu langþráða máli sem fyrrum menntamálaráðherra þeirra Sjálfstæðismanna var búin að draga lappirnar með og setja ofan í skúffu.
Ég er viss um að þetta kemur til með að hafa gífurleg áhrif á okkar litla samfélag. Það skiptir miklu máli, á allan hátt, að hafa unga fólkið heima lengur og hafa það virkt í samfélaginu. Auk allra annarra áhrifa sem því fylgir að reisa slíkan skóla.
Ég hlakka til að taka þátt í þessu uppbyggingarstarfi sem framundan er.
Í bili.........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.