Fundur með menntamálaráðherra
4.3.2009 | 14:35
Fulltrúar bæjarstjórnar Fjallabyggðar ásamt bæjarstjóra Dalvíkurbyggðar áttu fund nú í hádeginu með Katrínu Jakobsdóttur, menntamálaráðherra. Framhaldsskólinn margumræddi var þar til umræðu og tel ég að nú hylli undir að verkefnið komist á koppinn.
Við skiptumst á skoðunum og hugleiddum hvernig hægt væri að leysa það að hefja skólastarf næsta haust ásamt því að hefjast handa við byggingu skólahúsnæðis hér í Ólafsfirði.
Ráðherra fór með það veganesti að allir fulltrúarnir sem fundinn sátu voru sammála um leiðir og því einungis eftir að útbúa samninginn og skrifa undir.
Hún sagðist stefna á að koma í næstu viku og klára málið sem ég treysti henni til að gera.
Auk þess er samgönguráðherra búinn að gefa það út að framkvæmdir hefjist við varnir við Sauðanes í Múlanum sem tryggir öryggi vegfarenda sem þar eiga leið um.
Framhaldsskólinn er okkar "stóriðja" og kemur til með að breyta mannlífinu við utanverðan Eyjafjörð verulega.
Í bili.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru góðar fréttir Bjarkey. Ég er viss um að Kata mun koma framhaldsskólanum í höfn. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 4.3.2009 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.