Tínast úr hreiðrinu
28.12.2008 | 20:55
Já nú eru breytingar sonurinn farinn suður aftur og eldri dóttirin lögð upp í langferð ásamt vinkonu sinni.
Jólin voru ljúf og yndisleg. Litla fjölskyldan er nú orðin enn minni um stundasakir og ekki hægt að segja annað en að það séu töluverðar breytingar. Klara Mist búin að vera heima frá því í vor, vinna í Höllinni og hugsa vel um hundana okkar en lætur núna einn af mörgum draumum sínum rætast.
Hún ásamt Dísu vinkonu sinni lagði af stað til New York kl. 17 í dag og lenda þær á miðnætti að íslenskum tíma. Þaðan liggur svo leiðin til Jamaica þar sem þær ætla að eyða áramótunum. Ætlunin er að skoða ýmsa staði í norður-, mið- og suður Ameríku. Þær áætla að koma heim um miðjan maí ef allt gengur að óskum. Bjartsýnar og lífsglaðar stelpur.
Þær ætla að blogga eins oft og þær geta á http://mariposa.blog.is endilega fylgist með.
Við erum sem sagt orðin þrjú í kotinu aftur og Jódís Jana, sem verður 10 ára í janúar, hefur því óskipta athygli okkar foreldranna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tad verdur skemmtilegt ad fylgjast med dótturinni í usa.
Hjartanskvedja
Gudrún Hauksdótttir, 29.12.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.