Pólitík og persónulegt
20.9.2008 | 14:34
Allt of langt síðan ég hef bloggað og er það líklegast miklum önnum um að kenna. Það er í mörg horn að líta þess fyrstu haustdaga eins og oft áður og tíminn fljótur að fljúga frá manni.
Ætla þó að byrja á því að óska félaga mínum og vini Birni Val til hamingju með daginn.
Mikið um fundi og annað þar sem nærveru bæjarfulltrúa er óskað. Í gær hefði ég þurft að vera á þrem stöðum en þá er það auðvitað að velja geti maður það hreinlega eða láta viðveruboðin gilda þ.e. hvernær maður var boðaður.
Baldur Ævar kom heim í gær og átti að taka vel á móti honum sem ég efa ekki að hefur verið gert. Frábær íþróttamaður þar á ferð.
Nú þing SSNV var haldið á Sigló og þessa mynd sem hér er fékk ég "lánaða" hjá honum Steingrími á http://sksiglo.is
Félagar mínir í bæjarpólitíkinni eru í fínum félagsskap á þessari mynd með Jóni Bjarna, þingmanni VG, þeir Egill og Hermann enda brosandi og sælir að sjá. Skyldi engan undra Jón er mikill gleði og sagnamaður.
Nú svo var flokkstjórnarfundur hjá VG og flaug ég suður og heim aftur í gær. Ekkert að flugi þrátt fyrir stífan vind. Fundurinn var mjög skemmtilegur enda rædd pólitík út í eitt.
Nú framundan í dag ætti að vera lestur hjá mér vegna verkefnis sem skila á í næstu viku en eitthvað gengur mér illa að koma mér að verki. Finn að ég er orðin "námsþreytt" en þarf að hysja upp um mig og klára þetta.
Ég þarf að fara eftir því sem ég bendi nemendum mínum á að gera, setja sér skammtímamarkmið og plön fyrir það sem gera þarf í hverri viku.
Töluverðar breytingar eiga sér stað í Höllinni þar sem græja þarf eldhúsið fyrir eldun t.d. á skólamáltíðum og heitum mat í hádeginu sem byrjaði í þessari viku og hefur verið mjög vel sótt.
Heimasíða fyrir Höllina og Tröllakot fer í loftið eftir helgi sem vonandi nýtist þeim sem þjónustuna nota.
Í bili........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.9.2008 kl. 09:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.