Skólamáltíðir og sitthvað fleira
9.9.2008 | 14:58
Í gær rættist langþráður draumur minn og margra annarra þegar heitar máltíðir voru loks í boði í grunnskólanum. Mikill handagangur var í öskjunni og gríðarlega góð aðsókn í matinn. 118 af 125 nemendur eru skráðir í september. Vona svo sannarlega að það haldist því nemendur eru virkilega ánægðir þessa tvo daga sem búnir eru.
Góður morgunmatur, gott nesti og góður hádegismatur skiptir krakka öllu máli. Þau eru í vinnu frá morgni og fram eftir degi og þá tekur við hinn frjálsi leikur sem mikla orku þarf í.
Annars er flensuskítur að reyna að ná á mér tökum en ég reyni að spyrna við eins og mögulegt er.
Er á leið á bæjarstjórnarfund á Siglufjörð á eftir og að vanda tjái ég mig líklega um nokkur málefni er varða bæði framkvæmdir og skólamál svo eitthvað sé tiltekið. Finnst hægt ganga í mörgum málum og tel það vera stjórnunaratriði eða stjórnleysi sem þar skiptir höfuðmáli.
Fór á fund hjá Jóni Eggerti um framhaldsskólann í síðustu viku, fyrst í hádeginu með bæjarfulltrúum og síðar um daginn með "fáum" bæjarbúum. Leiðinlegt að fólk skuli ekki koma og hlusta og þá ekki síður að pumpa Jón Eggert um stöðu mála. Of margir sem röfla við eldhúsborðið eða annars staðar en ekki þar sem þeir geta gengið á þá sem að málinu koma. Skilst að betri aðsókn hafi verið á Sigló en ætla að tjá mig frekar um þetta mál þegar ég hef setið fund á Dalvík sem verður 15. sept.
Í bili.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæl Bjarkey ég er þér mjög sammála um stjórnuatriði og stjórnleysið það er mjög slæm stjórnun, ég þekki ekki nóg ástandið þín megin ég hef starfað hjá þessu bæjarfélagi í allmörg ár og hef ekki upp lifað eins ömulega stjórn eins og nú er.Ég vona bara að hægt verði að snúa þessari þróun við áður en fólki fækkar meira, því það er ekki gott hljóð í fólkinu, margir íbúar eru argir út í þessa stjórnendur það er vægt til orða tekið. Kveðja Jón Ásgeir.
Jón Ásgeirsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:06
Blessuð.
Mér heyrist ekki vera mikil ánægja með framhaldsskóla á Dalvík. Börnin þar virðast ekki hafa mikinn áhuga á skóla í heimabyggð.
Fylgist með hér í gegnum síðuna...kveðja Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.