Langţráđ frí
8.8.2008 | 23:33
Já nú er mín komin í langţráđ sumarfrí. Verslunarmannahelgin var fín hjá okkur í Höllinni og ţví gott ađ fara í frí eftir góđa törn. Viđ höfum veriđ ađ fínisera svolítiđ í Tröllakoti, ég tók til verkfćri og dót í "búrinu" málađi ţađ í gćrkveldi og gekk svo frá líninu í dag. Ţađ á sem sagt ađ hýsa rúmföt og annađ ţađ sem ég nota viđ frágang á húsinu.
Helgi, Jói og Rikki steyptu pall sunnan viđ hús og Pétur múrari kom og tók til hendinni međ ţeim. Grindur verđa svo settar svona til skjóls en lágar til ađ spilla ekki útsýninu. Ţá eru framkvćmdir sumarsins ađ taka enda en viđ girđum líklega ekki fyrr en nćsta vor ţannig ađ lambasteikin verđi örlítiđ lengra frá grillinu en nú.
En á morgun ćtlum viđ ađ grilla í Tröllakoti ásamt Jóa og Hildi sem hafa stađiđ međ okkur í framkvćmdunum og jafnvel prufa ađ gista.
Á mánudaginn er svo ćtlunin ađ halda í Borgarfjörđinn og gista ţar fram til föstudags en hvađ verđur ţá er ekki gott ađ segja. Á mánudaginn 18. ágúst hefst svo vinna mín í skólanum og verkefni vetrarins hellast yfir.
Í bili.......
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.