þannig sagði Þórbergur Þórðarson í Sálminum um blómið.
Finnst þetta eiga við þessa dagana þegar veðrið gælir við landsmenn dag eftir dag. Þessi helgi ætlar virðist ætla að vera góð um mest allt land og er það vel því fátt er leiðinlegra en skítakuldi á útihátíð.
En ég er úti í garðinum mínum á milli vinnulota þessa helgina, aðallega að horfa á minn kæra laga til í garðinum sem hann taldi vera orðinn of sjálfbæran eða sjálfstæðan fyrir hans smekk. Þannig að nú hefur verið klippt, slegið og rakað svona til að sjá hvað í garðinum er og merkilegt nokk það er ljóst að fækka þarf gróðri og/eða færa til með haustinu.
Við fórum og náðum í Klöru Mist á flugvöllinn á fimmtudaginn en þá kom hún heim úr 5 vikna dvöl í Brasilíu þar sem hún dvaldi hjá fjölskyldunni sinni í sumarfríi. Mikið var nú gott að fá hana heim og sýndist mér ferfætlingarnir fagna henni ógurlega - af hverju skildi það nú vera?
Jódís Jana er á Ástjörn og verður fram til næsta miðvikudags. Hún er líka búin að dvelja á Hólavatni í sumar og nýtur þess í botn.
Hef aðeins setið við tölvuna núna til að vita hvort ég finn sumarbústað til leigu fyrir okkur í næstu eða þar næstu viku. Þið sem lesið - ef þið vitið um eitthvað til leigu þá endilega látið mig vita.
Jæja best að gera sig klára á vaktina sem verður fram til kl. 02 í nótt.
Í bili.....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.