Erilsöm vika

Það er ekki ofsögum sagt að vikan var erilsöm hjá mér. Skrapp til Reykjavíkur á stjórnarfund hjá VG á mánudaginn og erindaði að sjálfsögðu aðeins í leiðinni.

Á þriðjudaginn var svo bæjarstjórnarfundur á Siglufirði og var haldið af stað kl. 16 frá Ólafsfirði og komið heim um kl. 22.

Miðvikudagurinn var góður þá verslaði ég aðeins fyrir Tröllakotið sem er alveg að klárast og fór svo með Steingrími, Þuríði, Birni Val og Huginn út í Hrísey. Það var alveg frábær ferð og eftir frábæra heimsókn í Norðurskel og fullt af kræklingasmakki þá enduðum við á Brekku í kaffi og ís.

Nú ég var að vinna í Höllinni á fimmtudaginn og fór svo með Bjössa og Þurý suður til Reykjavíkur á föstudagsmorgun kl. 8. Fékk bílinn lánaðan hjá Helgu systir og endasentist út um alla borg bæði að erinda fyrir Höllina og eins Tröllakot.

Á föstudagskvöldið hittumst við svo fjarnemahópurinn við ráðhúsið þar sem Margrét og Kolla voru búnar að skipuleggja svolítinn leik handa verðandi náms- og starfsráðgjöfum. Leikurinn endaði við Tapas barinn þar sem við borðuðum frábæran mat. Skvísurnar enduðu svo á Thorvaldsensbar og dönsuðum við sem harðastar voru fram til kl. 02:30.

Nú ég vaknaði að vanda allt of snemma á laugardagsmorgun enda ekki í mínu rúmi og borgar/blokkarhljóðin fara aldrei vel í mig. En ég lá bara í rúminu og las blöðin í rólegheitum. Við þurftum að vera komin í Laugardagshöllina kl. 13 og þaðan fórum við ekki út fyrr en kl. 16:30. Löööööng athöfn enda tæplega 900 nemendur viðstaddir útskrift.

Ég fór svo á Amokka og fékk mér kaffi ásamt vinum eftir athöfnina og Ásgeir bróðir og María komu með Ísabellu Sól og fengu sér kaffi með okkur.

Þá var komið að því að fljúga norður þar sem minn kæri beið eftir mér og bauð mér á Halastjörnuna í mat. Ágætur matur en umhverfið enn betra.

Dagurinn í dag farið í eitt og annað m.a. að sauma gardínur fyrir Tröllakot og sitja yfir veikri dóttur.

En á morgun er það bakstur fyrir útskriftarveislu okkar mæðgna og vinna í Höllinni annað kvöld.

Í bili.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarnason

Kæra Bjarkey

Til hamingju báðar tvær.

Stórglæsilegt hjá ykkur.

 Árnaðaróskir og hátíðarkveðjur til fjölskyldunnar

 Jón og Ingibjörg

Jón Bjarnason, 15.6.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband