Útskriftarveisla
10.6.2008 | 09:32
Kæru ættingjar og vinir
Í tilefni af útskrift okkar, Klöru Mistar sem stúdents g Bjarkeyjar sem náms- og starfsráðgjafa, ætlum við að bjóða upp á kaffi og kökur í Höllinni í Ólafsfirði kl. 15 þann 17. júní.
Okkur þætti vænt um að sem flestir nytu dagsins með okkur.
Einhvern veginn svona hljómar boðskort sem er seint á ferðinni til vina og vandamanna en vonandi verður það ekki til þess að fólk geti ekki komið til okkar í sveitina í heimsókn. Svo gleymum við ábyggilega einhverjum og þá mætið þið bara elskurnar og verðið ekki taldar boðflennur heldur kærkomnar flennur. Það er alveg ljóst að nóg verður af kökunum eins og ævinlega hjá fjölskyldunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Innilega til hamingju með þennan áfanga Bjarkey mín, bæði hjá þér og stelpunni.
Og hvað tekur svo við hjá þér mín kæra ?
Kveðja Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 11:21
Sæl Helga
Takk fyrir kveðjuna. Ég ætla að halda áfram og taka meistarapróf vonandi á næstu tveim árum og þá er ég líka hætt eins og þar stendur. En þú hvað ert þú að brasa í skólamálum?
kv. Bjarkey
Bjarkey (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:19
Sæl.
Nú er ég að skrifa meistararitgerð innan fullorðinsfræðslunnar og skilin eru í desember. Ég ætla að skrifa um raunfærni og sjúkraliðabrúnna. Útskrift í febrúar á næsta ári.
Skráði mig í áhugaverða áfanga á næsa skólaári og mun ég sjá til hvað verður um þá. Allt er þetta innan fræðslunnar um fullorðna námsmenn. Hef nú verið að líta til hægri og vinstri um vinnu, en það passar mér ágætlega að vinna sem sjúkraliði á kvöld- og helgarvöktum með náminu. Þetta eru nú orðin 7 ár í haust eins og þú veist og þreyta farin að koma í mann.
Það er ljótt innan KÍ, 11 miljónir, hefur BKNE ekkert skipt sér af málinu ?
Kveðja Helga Dögg
Helga Dögg (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:07
Sæl
Flott hjá þér. Þú dembir þér til Símeyjar með einhverskonar fullorðinsfræðslu. Ég er hætt í stjórn BKNE og veit ekki hvort ályktað hefur verið um málið eða hvort það var bara opinbert nú á dögunum.
Já segðu fjarnámsþreytan er svo sannarlega farin að segja til sín.
kveðja,
Bjarkey
Bjarkey (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 19:05
Flottar mæðgur og til hamingju með áfangann báðar tvær!
Vilborg Traustadóttir, 12.6.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.