Jafnrétti til launa eftir 581 ár!!!!

Og af því ég er að velta mér uppúr launum og konum þá sagði rektorinn á Bifröst að kynbundinn launamunur væri staðreynd, og sú könnun sem ég vitnaði m.a. í sem félagsmálaráðherra lét gera, sýndi að ekkert gengi að draga úr þessum smánarbletti í atvinnulífinu og samfélaginu eins og rektorinn nefndi það.

Veltið því fyrir ykkur að óútskýrður launamunur var 16% árið 1994 en er í dag 15,7%. Mér fannst góður punktur hjá rektornum að setja þetta í samhengi við hugsanir nýbakaðra foreldra stúlkubarna sem ættu það verkefni fyrir höndum að segja við sínar stúlkur þegar þær hefðu aldur til að eftir 581 ár gætu þær búist við að verða jafnháar í launum og skólabræður þeirra.

 http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1232578

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey

Já það er hræðilegt að hugsa til þess hve lítið hefur áorkast i þessum málum.

Laufey , 5.11.2006 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband