Vinnuþrælkun

Af því mikið hefur verið talað um frjálst flæði innflytjenda og að þeir vilji ekki aðlagast íslensku samfélagi þá er þessi frétt ekki til að laga það ástand. Náms- og starfsráðgjafi á Vesturlandi segir að makar þeirra sem vinna úti þurfi að greiða fyrir sig sjálfir en það sem er þó mest athyglisvert er það sem við öll vitum en sumir vilja ekki vita. Hún segir:

„Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin," segir hún. Þetta er ástæðan í hnotskurn fyrir því að svo mikið er um innflytjendur að mínu mati. Markaðurinn ræður öllu með stuðningi ríkisstjórnarinnar er viðhaldið láglaunastefnu sem engan endi virðist ætla að taka. Markaðshyggjan er allsráðandi.Ég held að Íslendingar vilji alveg vinna marga þá vinnu sem er mönnuð útlendingum en að sjálfsögðu vilja þeir fá mannsæmandi kaup. Það viðgengst hinsvegar að borga illa og þess vegna vilja Íslendingar ekki vinna. Þetta á t.d. við um það fólk sem vinnur á hjúkrunarheimilum og víðar.http://visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20061104/FRETTIR01/111040100/1091

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband