Skíðamót í sól og hliðarvindi

Það er ekki verið að plata nokkurn mann þegar sagt er að hér sé fallegt veður. Hins vegar verð ég að segja að eftir tæpa tvo tíma með frekar lítilli hreyfingu var mér orðið ansi kalt.

Jódís Jana var að keppa á Sparisjóðsmótinu í göngu og stóð sig að sjálfsögðu vel. Skvísan búin að vera með einhverja lumbru yfir helgina auk þess sem hún æfir í algeru lágmarki.

Hún er búin að ákveða að kenna mömmu sinni á gönguskíði og vill helst byrja strax í dag. Þar sem við foreldrarnir erum ákveðin í því að hún stundi einhverja hreyfingu - en hún ekki eins ákveðin -  þá verður maður líklega að drífa sig með henni og njóta góðrar samveru og um leið hreyfingar.

Nú er bara að setja sig í stellingar fyrir Man. Utd. leikinn og síðan er matarboð í beinu framhaldi af því. Maður verður að kvitta út umburðarlyndi fjölskyldumeðlima sem hafa stutt mig í gegnum námið undanfarin ár og ekki hægt að gera minna en að gefa fólkinu eitthvað gott að borða.

Í bili......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég fæ nú saknaðarsting út af skíðaiðkuninni. Við fórum talsvert á skíði um tíma fjölskyldan en svo fór ég að ganga meira á höndum en fótum svo það var sjálfhætt fyrir mig!!! Æðislegt hjá ykkur. Kærleiksknús.

Vilborg Traustadóttir, 14.4.2008 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband