Hannes Hólmsteinn - áreiðanlegar heimildir

Hlustaði á Reyni Trausta og Ólaf Þ. Harðar í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun og verð að segja að mér fannst Ólafur fara full frjálst með þegar hann sagði að Hannes hefði aldrei reynt að dylja hvað hann væri að gera með skrifum sínum um Laxness. Eins og það réttlætti málið.

Umræðan gekk út á hvort Háskóli Íslands ætti ekki að taka afstöðu með gjörðum hans eða víkja honum úr starfi sem prófessor og vildi Reynir að skólinn tæki opinberlega afstöðu til málsins. Ólafi fannst þetta vissulega orka tvímælis þar sem Hannes gerði enda væri nemendum uppálagt að geta ávallt heimilda og hann sagðist sjálfur hafa gert athugasemdir við ritgerðir þar sem hann taldi sig kannast fullvel við textann. Hann gaf samt ekkert út á það hvort reka ætti Hannes eður ei.

Verð að segja það að ef Háskólinn lætur manninn ekki fara þá er ljóst að til verður nýtt í fræðunum hjá nemum sem heitir ritgerðarskil að hætti Hannesar. Við getum ekki vænst þess að nemendur geti ekki skilað verkum með sambærilegum hætti til kennara síns (ekki til opinberrar birtingar eða til sölu eins og Hannes gerði) ef Háskólinn telur að starfsmaður sinn, PRÓFESSOR geti leyft sér slík ÖGUÐ vinnubrögð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband