Gegn ofbeldi
8.3.2008 | 20:09
Við erum langflottasta þjóðin þegar kemur að því að safna einhverju. Allar þessar 25 stelpur sem hekluðu þessi 250 brjóst sem seld voru á uppboðinu í dag eru sönnun þess og auðvitað þeir karlar sem keyptu.
Frábær hugmynd hjá þeim í Vatnadansmeyjafélaginu Hrafnhildi. Uppboðið er hluti af söfnun UNIFEM á Íslandi fyrir styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum í fiðrildavikunni. Fiðrildaátak UNIFEM hefur vakið heimsathylgi. Það að 200-300 manns hafi mætt til að taka þátt í uppboðinu er náttúrulega frábært.
Enn er hægt að gefa en formlega lýkur söfnuninni í kvöld.
904-1000 gefur 1000 krónur
904-3000 gefur 3000 krónur
904-5000 gefur 5000 krónur
Alltaf er þó hægt að leggja inn á söfnunarreikning UNIFEM
0101-15-630052, kt. 551090-2489
![]() |
Brjóst fyrir eina milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.