Byggðastefna Framsóknar

Það er hreint ömurlegt til þess að vita að byggðastefna Framsóknarflokksins og reyndar Sjálfstæðisflokksins einnig, skuli birtast manni nánast daglega. Nú er það fólkið á Bakkafirði sem blæðir. Atvinnustefna stjórnvalda er engin fyrir hin dreifðu byggðarlög og nú er Ratsjárstofnun að draga úr starfsemi sinni á Gunnólfsvíkurfjalli og enn flytja þeir sem öllu ráða störfin suður.

Enda sagði formaður Sjálfstæðisfélagsins Sleipnis á Akureyri í sumar að hann hefði lesið byggðastefnuna frá 2002-2005 og sannfærðist um að aðgerðir stjórnvalda dyggðu ekki til fyrir okkur sem á landsbyggðinni búum. Hann taldi nefnilega að flestir upplifðu byggðarstefnuna sem eitthvað sem stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn í Reykjavík rífist um. Hann segir svo: "Til hvers er pólitík sem ekki hefur raunveruleg áhrif á líf okkar?"

Undir það get ég tekið til hvers er slík pólitík. Vona að landsmenn sjái að sér í vor og efast reyndar ekki um það.

Svo er það hann Guðni blessaður og landbúnaðarmálin. Það er eiginlega ekki hægt að telja upp alla vitleysuna í honum og  mjög merkilegt að lesa um afstöðu hans til úrskurðar Samkeppnisstofnunar vegna mjólkuriðnaðarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband