Leitarhundar björgunarsveita

Fékk boð á kynningu á snjóflóðaleitahundanámskeið leitarhynda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldin var í morgun. Eftir stutta kynningu og spjall var okkur boðið að koma á Lágheiðina og fylgjast með hundum og eigendum sem voru að spreyta sig á því að leita að fólki sem hafði verið grafið í snjó.

Þetta er ótrúleg elja sem þarf til að æfa mann og hund svo vel sé og skiptist í þrjú stig. Svo geta maður og hundur verið mis vel stemmdir eins og gengur og gerist og sáum við það í morgun.

Fólk kom víða að m.a. frá Neskaupsstað, Skagafirði, Siglufirði og Akureyri. Skítakuldi var á heiðinni og mikil vindkæling. Ég var farin að væla um fótakulda eftir tvo tíma en þetta eru þvílíkir jaxlar - konur og karlar sem þarna voru að æfa.

Ekki sáu margir sér fært að koma í morgun sem höfðu fengið um það boð og er það miður því maður skilur svo miklu mun betur hvað við er að eiga og hvílíkt fórnarstarf þetta er þegar maður er búinn að fara á vettvang.

Frábært framtak að hafa þetta í Ólafsfirði en reynt er að skiptast á að halda slík námskeið í landshlutunum. Við verðum vonandi svo heppin að eignast snjóflóðaleitahund eftir þessa daga og tveir aðrir hundar og eigendur eru að byrja að þjálfa svo við eigum vonandi nokkra eftir tvö ár en það er sá tími sem tekur að þjálfa hund í slíka leit ef vel gengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband